Saturday, November 9, 2013

Ris á la mande

Þessi uppskrift hefur fylgt okkur síðan við héldum okkar fyrstu jól saman sem fjölskylda á okkar eigin heimili á Hraunteignum árið 2004 með Jónu ömmu og Marinó afa. Jólagrauturinn er í þykkara lagi og fellur vel að okkar smekk. Við höfum ýmist borið hann fram með kirsuberjasósu eða karmellusósu, að hætti Jónu ömmu, og svo af sjálfsögðu með möndlum. Í ár tökum við svolítið forskot á jólasæluna og eldum andarsteik í tilefni Mortensaften hér í Danmörku sem er þann 10. nóvember og höfum Ris á la mande i eftirrétt.

Denne her opskrift har fulgt os siden vi i 2004 først fejrede jul sammen som en familie i vores eget hjem på Island, ved vejen Hraunteigur. Vi havde inviteret mine forældre med.  Julegrøden er lidt tykk i det og passer meget godt til vores smag.Vi spiser den med kirsebær- eller karamelsovs, efter min mors opskrift, og med hakkede mandler. I år tyvstarter vi julehyggen når vi fejrer Mortensaften for første gang den 10. november hvor vi serverer Ris á la mande til dessert.

Ris á la mande


 Uppskriftin:

1 msk smjör
1 dl grautarhrísgrjón
7 dl nýmjólk
1 vanillustöng
50 g möndlur
2 msk sykur
1 tsk salt
4 dl rjómi

Smyrjið pottinn sem á að nota innan með smjörinu. Setjið hrísgrjón og mjólk í pottinn og hitið að suðu. Kljúfið vanillustöngina og setjið hana út í. Látið malla við mjög vægan hita í 40-50 mínútur eða þar til grjónin hafa drukkið í sig mest alla mjólkina. Fjarlægið vanillustöngina. Hrærið sykri og salti í grautinn og kælið. Þeytið rjómann og blandið honum varlega saman við kaldan grautinn. Látið standa í ca  klukkustund í kæli áður en borið er fram með sósu og möndlum.

Opskrift:

1 spsk smør
1 dl grødris
7 dl sødmælk
1 vaniljestang
50 g mandler
2 msk sukker
1 tsk salt
4 dl piskefløde

Gryden skal smøres ind med smør. Sæt ris og mælk i den og varm den op til kogepunkt. Flæk vaniljestangen og læg i. Kog den stille ved lav varme i 40-50 min eller indtil at risen har trækket næsten hele mælken ind. Tag vaniljestangen ud og rør sukker og salt i. Lad grøden køle af. Pisk fløden og bland den forsigtigt i grøden. Lad den stå på køl i mindst en time før den skal serveres. Servere grøden med kirsebærsovs og hakkede mandler.

Sunday, July 7, 2013

Jarðarberjaís / Jordbæris

Jarðarberjaís

1/2 l rjómi
korn úr einni vanillustöng
3 eggjarauður
80 g flórsykur
600 g jarðarber
1 msk flórsykur
1 tsk vanillusykur

Vanillustöngin er klofin og kornin skafin úr. Sett úr í rjómann. Léttþeytið rjómann.
Stífþeytið eggjarauður og sykur saman.
Blandið jarðarber ásamt 1 msk af flórsykri og vanillusykri þar til verður að sósu.

Blandið þeytta rjómanum saman við eggjahræruna. Blandið svo jarðarberjasósunni í.
Setjið í form og frystið í minnst 6 klst áður en njóta á íssins.

Við búum gjarnan til tvöfalda uppskrift og setjum afganginn á barnaíspinnaform.

Jarðarberjasulta með ylliblómasafti / Jordbærmarmelade med hyldeblomstsaft

Jordbærmarmelade med hyldeblomstsaft

Marmelade
Oprskriften er til ca 5-6 glas.

1 kg jordbær (skyllede og halverede)

600 g sukker

1/2 dl vand
1/2 dl hyldeblomstsaft (koncentreret)

½ pose (ca 12 g) koncerveringsmiddel
(Melatin - den blå pose til mindre sukker)

+ lidt atamon



De ordnede jordbær, sukker, saft og vand bringes i kog og småkoger 15 - 20 minutter uden låg.

Bland dem med en blander. Det gør vi fordi vores børn vil ikke spise marmelade med klumper i.
Rør koncerveringsmiddel op med 1 spsk sukker.
Kog marmeladen op igen.

Rør koncerveringsmiddelet i og rør i imens.

Lad det koge i 1 minut.

Hvis man bruger andet koncerveringsmiddel skal man røre det i efter anvisninger på den valgte produkt.
Kom marmeladen på rengjorte, atamon skyllede glas.

Opbevares i køleskab.


Sunday, June 23, 2013

Jordbærkoldskål med havrecrunch

En klassiker der smager af dansk sommer !

Jordbærkoldskål
Opskriften er til 4 personer
Hver 100 g inholder 12 g kulhydrater.

Havrecrunch
50 g honning
50 g grovvalsede havregryn

Smelt honningen på en tør pande. Tilsæt havregrynerne og rist til de er gyldne. Rør i grynerne så de ikke brænder på. Lad dem afkøle på et stykke bagepapir.

Jordbærkoldskål
1 vaniljestang
1 bæger pasteuriserede æggeblommer (2 stk)
125g sukker
500 g jordbær
4 kviste mynte
Skal og saft af 1/2 økologisk sitron
1/2 liter ymer
1/2 liter kærnemælk

Flæk vaniljestangen og skrab kernene ud. 
Pisk æggeblommer med sukker og vaniljekorn sammen til en luftig æggesnaps.
Skyl, nip og hak halvdelen af jordbbærrene fint. Pisk de finhakkede jordbær i æggesnapsen.
Tilsæt reven skal og saft af sitron o gfriskhakket mynte. Rør dernæst ymer i lidt ad gangen. Tilsæt kærnemælken og rør koldskålen sammen. 

Servér koldskålen med resten af jordbærrene og drys med havrecrunch.





Sunday, May 26, 2013

Chokolade Brownie

Denne opskrift kommer fra Claus Meyer og er en af de opskrifter som jeg holder meget af. Brownierne smager rigtig godt med rørt skyr, piskefløde eller vaniljeis og en god kop kaffe. Den kan holde i op til 14 dage i køleskab og smager bedre hvis den har fået lov til at stå i et døgn i køleskabet inden den skal spises.

Valg af chokoladen er vigtig. Meyer anbefaler Valrohna Gujana 70% chokolade, men jeg har brugt 70% mørk chokolade fra Odense. Man skal være koncentreret igennem processen af at lave og bage denne kage, passe på at smelte chokoladen forsigtigt ved lav temperatur, pisker æggesnapsen ikke for meget og ikke bage kagen for længe. I min ovn bager jeg kagen i 35 minuter med varmluft men Meyer har anbefalet 40 minuter

Chokolade Brownies


Opskriften
(i hver 100g er der 40 gkh)

Forvarm ovnen til 170 grader varmluft

Brug 1 form 24x24 cm eller lave en dobbel opskrift og brug en bradepande.

12-14 stk.

100 g valnøddekerner
250 g chokolade, 70%
135 g smør
5 æg
380 g sukker
65 g hvedemel
1/4 tsk bagepulver
1/4 havsalt
2 spsk kakaopulver

HAK valnødderne groft, og stil dem til side. Hak chokoladen groft, og kom den i en skål og smelt den sammen med smørret over vandbad. Pas på at den ikke koger, men smelter forsigtigt ved lav temperatur.

PISK æg og sukker sammen - men ikke for luftigt - og rør den smeltede chokoladeblanding sammen ved æggeblandingen med en gummidejskraber.

SIGT mel, bagepulver og kakao sammen med salt i, og rør dejen godt igennem. Tilsæt de grovhakkede valnødder og rør dem i dejen.

HÆLD dejen i formen som du forinden har beklædt med bagepapir. Bag brownierne i 30-40 minuter. Den skal tages ud mens den er lettere ubagt i midten, dvs. at når du stikker en strikkepind i kagen skal der hænge lidt dej fast på den.

AFKØL kagen i formen og skær den ud i 12-14 brownies.

Monday, May 20, 2013

Uppáhalds afmæliskakan mín / Min ynglings fødselsdagskage

Þessi terta er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég baka hana gjarnan fyrir mitt eigið afmæli. Ég lærði að baka hana með móður minni á unglingsárum undir nafninu Konfektterta en hef síðan breytt uppskriftinni svolítið. Mamma bakaði oftast tvo botna og lagði þá saman með súkkulaðikreminu, smurði svo kreminu yfir kökuna og skreytti hana með þeyttum rjóma sem hún sprautaði í renndum upp meðfram kanti tertunnar. Ef hún átti afgang af rjómanum sprautaði hún honum ofan á toppflötinn ýmist í rendur eða ferninga.

Í Danmörku kallar maður allar kökur sem eru settar saman í fleiri lög fyrir lagkökur. Á Íslandi kallar maður þær tertur og ef þær eru í mörgum lögum eða eru sérlega mettandi og glæsilegar, Hnallþórur, sem mér finnst skemmtilegt heiti.

Eftir að við fluttum til Danmerkur, mekka konditorimeistara, hef ég lesið mig til um bakstur í bókum Claus Meyer og lært ýmislegt praktískt af Mette Blomsterberg. Blomsterberg notar oftast flórsykur í stað sykurs eða blandar þessu tvennu saman. Mér hefur reynst vel að fara eftir ráðum Blomsterberg hvað varðar bakstur.


Íslensk lagkaka

Mína útgáfu af tertunni kalla ég Íslenska lagköku. Ég breytti uppskriftinni með því að skipta flórsykri út fyrir strásykur, þannig verður tertubotninn mýkri og deigið stífnar betur í þeytingunni. Botninn er úr kókósmjöli, eggjahvítum og flórsykri, kremið úr súkkulaði, eggjarauðum, flórsykri og smjöri og ofan á kökuna er þeyttur rjómi með viðbættum flórsykri og vanillu. Kökuna má skreyta með berjum eða ávöxtum, t.d. jarðarberjum, hindberjum eða/og bláberjum og ég er viss um að kjarnarnir úr ástaraldin færu henni vel.

Þegar keypt er inn hráefni í kökuna er mikilvægt að kaupa góð egg, meðalstór eða stór, ekki gerilsneyddar eggjahvítur, sem ég veit ekki hvort eru framleidd á Íslandi, en þau kaupir maður gjarnan hér ytra ef nota á hrá egg. Gerilsneyddar eggjahvítur þeytast illa. Ég kaupi hinsvegar gerilsneyddar eggjarauður í kremið. Ég nota súkkulaði 50-60% kakóinnihaldi en það má gjarnan nota allt að 70%, þó ekki dekkra því þá verður bragðið af kreminu biturt. Ég kaupi bourbon vanillustangir þar sem þær eru oftast það ferskasta sem ég fæ í verslunum en auðvitað má nota hvaða vanillu sem er. Kaupið fíngert kókósmjöl.

Uppskriftin

Hitið ofninn í 160 gráður og setjið bökunarristina á næstu rim undir miðju.
Klæðið botninn á 26 cm smelluformi með bökunarpappír og smyrjið kantana með smjöri og sykri.

Botn
5 eggjahvítur
225 g flórsykur
225 g kókósmjöl

Krem
150 g súkkulaði
50 g smjör
3 eggjarauður
50 g flórsykur

Þeyttur rjómi
1/2 l rjómi
3 msk flórsykur
korn úr 1 vanillustöng

Skreyting
Jarðarber, hindber, bláber, vel skoluð og þerruð.

Setjið eggjahvíturnar í skál og þeytið létt, bætið flórsykri út í með skeið, rólega og hrærið á meðan. Stífþeytið þar til deigið er mjög stíft. Bætið kókósmjölinu út í og hrærið saman við deigið með sleif. Smyrjið með sleikju í formið og bakið í 40 mínútur eða þar til botninn hefur tekið á sig örlítinn lit og hefur dregist aðeins frá kantinum. Bakið þó varlega og alls ekki of lengi því þá verður botninn þurr.

Takið kökuna út úr ofninum, látið kólna.

Bræðið súkkulaðið við lágan hita ásamt smjöri, hrærið í á meðan. Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til það er orðið að stífum massa. Blandið súkkulaðinu saman við með sleikju og setjið kremið strax á kaldan botninn. Kælið kökuna vel og hana má jafnvel frysta með kreminu.

Þeytið rjómann með flórsykrinum og vanillunni. Forðist að ofþeyta en setjið ekki rjómann á kökuna fyrr en rétt áður en hún er borin fram. Skreytið kökuna með berjum eða öðrum ávöxtum sem ykkur líkar vel.

Sunday, April 14, 2013

SKYR - Et lille stykke Island i Danmark


Når jeg og min familie flyttede til Danmark i 2005 var SKYR det vi savnede allremest af islandsk mad. Heldigt nok begyndte Thise majeri i 2006 at producere økologiskt SKYR og i dag er det en meget populær madvare i Danmark. Der findes nu flere foskellige produkter SKYR fra flere forskellige danske majerier. De fleste laver det som en økologisk produkt.

SKYR er en 1000 år gammel produkt. De historiske rødder går tilbage til den tid hvor vikingerne bosatte sig på den fjernliggende ø Island. Produkten har overlevet i mange år og har en kultstatus på Island, er et nutidigt nationalklenodie. SKYR er lavet af skummet mælk hvor man har presset alt vallen ud (mysa på islandsk) så tilbage er der en tykk mælkepudding der indeholder meget protein op til 12 % pr 100 g, meget lidt kulhydrater 3 % og næsten ingen fedt 0,5 %. Vallen, den sure lyse saft der skiller sig fra mælken i proceduren, kan man godt drikke. På Island kan man købe den på kartoner som mælk. Den smager lidt som hvidvin og er et meget populært produkt i Island. Man blander det gerne sammen med frugtjuice eller bruger det til madlavning fx i fiskesuppe i stedet for hvidvin. Valle er en sund drik fuld af vitaminer.

I dag findes SKYR i mange forskellige udgaver, med forskellige smag, som drikkeprodukt eller naturel.




Vi elsker skyr og spiser det gerne som frokost, dessert eller som mellemmåltid. Jeg synes helt bestemt den bedste er den naturelle hvor man selv blander og røre det op med forskellige frugt, vaniljesukker, sukker, honning, kanil, fløde eller frugtjuice. Da jeg var barn rørte min mor det altid op med sukker og piskefløde og nogle gange blev den kolde havregrød fra morgenmaden rørt sammen ved. Vi kan rigtig godt lide at blande det med bær, bananer, æbler, mandler, valnødder, honning, vanilje og piskefløde eller sødmælk. Konsistancen er meget tyk så det er næsten nødvendigt at røre det ud med lidt væske.

SKYR er også perfekt til en god fransk chokoladekage i stedet for pisket fløde. Så plejer jeg at røre det op med lidt vanilje og sukker eller vaniljesukker. Den syrlige smag falder godt til med smagen af den søde chokoladekage.


Skyr findes også med forskellge smag og i en postionstørrelse der passer godt i madpakken.



SKYR bruger man på Island til at lave smoothies af og retten har fået navnet BOOZT på Island. Vi venter på at få købt en god blender så vi kan lave det her hjemme. En BOOZT består sammen af skyr, frugt, frugtjuice og isterninger. Den bliver blandet indtil den er flydende og uden klumper så den kan nydes som en iskold sundhedsdrikk, fuld af protein og vitaminer. På Island findes der mange BOOZT barer eller steder hvor man kan købe dem frisklavet.


SKYR BOOZT


Her kan I se mange opskrifter af forskellige BOOZT. Jeg glæder mig til at høre hvordan det smages hvis nogle af jer bliver modige og prøver. Opskrifterne er alle på Islandsk men jeg tror ikke I får det svært med at finde ud af hvad der skal i hver og en opskrift. Så må I gerne spørge mig om hjælp :-)





Islandske SKYR opskrifter!

Jeg vil i fremtiden lægge flere SKYR oprskrifter ind på bloggen.

Sunday, March 24, 2013

Hindberjasnittur / Hindbærsnitter




 Þessi uppskrift er sú fyrsta ættuð frá Danmörku sem hefur fest sig i sessi sem ein af fjölskylduuppskriftum okkar.Uppskriftin kemur upprunalega frá Mette Blomsterberg sem er konditori meistari í Kaupmannahöfn og rekur þar tvö kaffihús, meðal annars kaffihúsið á Glyptoteket safninu í miðborginni. Huggulegt kaffihús sem er vel þess virði að heimsækja ef maður á leið til hinnar konunglegu Kaupmannahafnar. Við stelpurnar horfum reglulega á þættina hennar Blomsterberg Det søde liv

Hindberjasnitturnar eru ómissandi í ferðalagið, skógarferðina og dásamlegar með sunnudagskaffinu. Þær geymast vel á köldum stað í allt að tvær vikur. Í stað góðrar hindberjasultu höfum við notað okkar heimalagaða jarðaberjamarmelaði og ég er viss um að góð heimalöguð rabbabarasulta væri afbragð í snitturnar. 

Hér kemur uppskriftin!

Blombergs Hindberjasnittur

Smjördeig:
1/2 stk vanillustöng
70 g flórsykur
150 g smjör við stofuhita
250 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 dl vatn

Fylling:
250 g gott hindberjamarmelaði

Glassúr:
200 g flórsykur
sítrónusafi, ca 2 msk úr ferskri sítrónu
ofurlítið vatn

Kökuskraut til skreytingar, má sleppa.

Aðferð:
 
Vanillustöngin klofin og kornin skafin úr. Smjöri, flórsykri og vanillu blandað saman í hrærivél með hnoðjárni. Hveiti og lyftidufti blandað saman og sett út í og síðast er vatninu bætt í. Hnoðið saman þar til deigið loðir vel saman. Kælið í ca klukkustund.

Handfylli af deiginu formað í pylsu og svo flatt út í ferkant ca 10x30 cm. Rúllað upp á kökukefli og flutt yfir á bökunarpappírsklædda bökunarplötu. Sultu smurt á og annar ferkantur flattur út og lagður ofan á (sultan er á milli). Deigið ætti að duga í ca tvær lengjur. 

Ofninn er hitaður í 200 gráður og lengjurnar bakaðar í ca 10-12 mínútur.

Kældar og glassúr settur ofan á ásamt kökuskrauti.

 Opskrift på dansk



Ilmur bíður óþreyjufull eftir að fá að smakka.