Saturday, November 9, 2013

Ris á la mande

Þessi uppskrift hefur fylgt okkur síðan við héldum okkar fyrstu jól saman sem fjölskylda á okkar eigin heimili á Hraunteignum árið 2004 með Jónu ömmu og Marinó afa. Jólagrauturinn er í þykkara lagi og fellur vel að okkar smekk. Við höfum ýmist borið hann fram með kirsuberjasósu eða karmellusósu, að hætti Jónu ömmu, og svo af sjálfsögðu með möndlum. Í ár tökum við svolítið forskot á jólasæluna og eldum andarsteik í tilefni Mortensaften hér í Danmörku sem er þann 10. nóvember og höfum Ris á la mande i eftirrétt.

Denne her opskrift har fulgt os siden vi i 2004 først fejrede jul sammen som en familie i vores eget hjem på Island, ved vejen Hraunteigur. Vi havde inviteret mine forældre med.  Julegrøden er lidt tykk i det og passer meget godt til vores smag.Vi spiser den med kirsebær- eller karamelsovs, efter min mors opskrift, og med hakkede mandler. I år tyvstarter vi julehyggen når vi fejrer Mortensaften for første gang den 10. november hvor vi serverer Ris á la mande til dessert.

Ris á la mande


 Uppskriftin:

1 msk smjör
1 dl grautarhrísgrjón
7 dl nýmjólk
1 vanillustöng
50 g möndlur
2 msk sykur
1 tsk salt
4 dl rjómi

Smyrjið pottinn sem á að nota innan með smjörinu. Setjið hrísgrjón og mjólk í pottinn og hitið að suðu. Kljúfið vanillustöngina og setjið hana út í. Látið malla við mjög vægan hita í 40-50 mínútur eða þar til grjónin hafa drukkið í sig mest alla mjólkina. Fjarlægið vanillustöngina. Hrærið sykri og salti í grautinn og kælið. Þeytið rjómann og blandið honum varlega saman við kaldan grautinn. Látið standa í ca  klukkustund í kæli áður en borið er fram með sósu og möndlum.

Opskrift:

1 spsk smør
1 dl grødris
7 dl sødmælk
1 vaniljestang
50 g mandler
2 msk sukker
1 tsk salt
4 dl piskefløde

Gryden skal smøres ind med smør. Sæt ris og mælk i den og varm den op til kogepunkt. Flæk vaniljestangen og læg i. Kog den stille ved lav varme i 40-50 min eller indtil at risen har trækket næsten hele mælken ind. Tag vaniljestangen ud og rør sukker og salt i. Lad grøden køle af. Pisk fløden og bland den forsigtigt i grøden. Lad den stå på køl i mindst en time før den skal serveres. Servere grøden med kirsebærsovs og hakkede mandler.

No comments:

Post a Comment