Hindberjasnitturnar eru ómissandi í ferðalagið, skógarferðina og dásamlegar með sunnudagskaffinu. Þær geymast vel á köldum stað í allt að tvær vikur. Í stað góðrar hindberjasultu höfum við notað okkar heimalagaða jarðaberjamarmelaði og ég er viss um að góð heimalöguð rabbabarasulta væri afbragð í snitturnar.
Hér kemur uppskriftin!
Blombergs Hindberjasnittur
Smjördeig:
1/2 stk vanillustöng
70 g flórsykur
150 g smjör við stofuhita
250 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 dl vatn
Fylling:
250 g gott hindberjamarmelaði
Glassúr:
200 g flórsykur
sítrónusafi, ca 2 msk úr ferskri sítrónu
ofurlítið vatn
Kökuskraut til skreytingar, má sleppa.
Aðferð:
Vanillustöngin klofin og kornin skafin úr. Smjöri, flórsykri og vanillu blandað saman í hrærivél með hnoðjárni. Hveiti og lyftidufti blandað saman og sett út í og síðast er vatninu bætt í. Hnoðið saman þar til deigið loðir vel saman. Kælið í ca klukkustund.
Handfylli af deiginu formað í pylsu og svo flatt út í ferkant ca 10x30 cm. Rúllað upp á kökukefli og flutt yfir á bökunarpappírsklædda bökunarplötu. Sultu smurt á og annar ferkantur flattur út og lagður ofan á (sultan er á milli). Deigið ætti að duga í ca tvær lengjur.
Ofninn er hitaður í 200 gráður og lengjurnar bakaðar í ca 10-12 mínútur.
Kældar og glassúr settur ofan á ásamt kökuskrauti.
Opskrift på dansk
Ilmur bíður
óþreyjufull eftir að fá að smakka.
|
Kære Guðrún. Jeg ved hvor lækre de hindbærsnitter er så kan godt forstå at din datter kigger længselfuldt på dem! Jeg må vist til at lære islandsk så jeg kan følge med på din blog:-). Velkommen i blogland. Knus fra Helle
ReplyDeleteTak søde Helle. Jeg må finde ud af hvordan jeg kan blogge både på dansk og islandsk, eller måske vil jeg gøre det lidt som humøret leder til hver og en gang...
DeleteKnus tilbage fra Gudrun