Sunday, July 7, 2013

Jarðarberjaís / Jordbæris

Jarðarberjaís

1/2 l rjómi
korn úr einni vanillustöng
3 eggjarauður
80 g flórsykur
600 g jarðarber
1 msk flórsykur
1 tsk vanillusykur

Vanillustöngin er klofin og kornin skafin úr. Sett úr í rjómann. Léttþeytið rjómann.
Stífþeytið eggjarauður og sykur saman.
Blandið jarðarber ásamt 1 msk af flórsykri og vanillusykri þar til verður að sósu.

Blandið þeytta rjómanum saman við eggjahræruna. Blandið svo jarðarberjasósunni í.
Setjið í form og frystið í minnst 6 klst áður en njóta á íssins.

Við búum gjarnan til tvöfalda uppskrift og setjum afganginn á barnaíspinnaform.

No comments:

Post a Comment