Sunday, November 15, 2020

Sítrónukaka með marsipan og hindberjum

Þessi kaka er ákaflega ljúffeng. Uppskriftina fann ég á danskri bloggsíðu Valdemarsro, en þangað sæki ég oft innblástur í matargerð og bakstur. Hún er mjúk og safarík.

2 lífrænt ræktaðar sítrónur, fínt rifið hýðið og safinn
200 g sykur
200 g smjör, mjúkt við stofuhita
2 tsk vanillusykur
300 g marsipan
6 egg
250 g hveiti
2 tsk lyftiduft
salt á hnífsoddi
400 g hindber

Aðferð

Þeytið smjör, sykur, vanillusykur, sítrónusafa og hýði þar til sykurinn er alveg uppleystur.

Þeytið marsípan og egg saman við, lítið í einu.

Setjið hindberin í og hrærið vel saman svo þau merjist.

Blandið lyftidufti og salti í hveitið og blandið varlega saman við eggjahræruna.

Smyrjið lítið skúffuform og bakið við 200 g í 40-45 mín.

Glassúr

400 g flórsykur, safi úr einni sítrónu og soðið vatn þeytt saman.


Thursday, April 13, 2017

Afmæliskringla

Afmæliskringla eins og mamma bakaði fyrir afmæli okkar systkinanna

Móeiður og Vigfús deila sinni og eiga afmæli 25. og 26. október.

Uppskrift

4,5 dl vatn
150 g smjör
195 g hveiti
6 egg

Ein krukka góð berjasulta, gjarnan bláberja og 1/2 lítri af þeyttum rjóma.
Flórsykur, kakó og soðið  vatn í glassúr.

Hitið vatn og smjör í potti að suðu. Slökkvið á hitanum, setjið hveitið út í og hafið pottinn áfram á hellunni. Hrærið kröftuglega og stöðugt þar til upphandleggirnir dofna og deigið hangir vel saman og sleppir pottinum :-) Takið deigið út pottinum og látið í hrærivélaskál, látið það bíða í 10 mín. Hrærið nú eggin í, eitt í einu og þeytið vel á milli. Ef eggin eru stór, getur verið að 5 stk séu nóg. Teiknið kringlu á bökunarpappír á bökunarplötu. Sprautið deiginu á plötuna og bakið í miðjum ofni við 200 gráður í 30-40 mínútur, eða þar til þið metið að kakan sé tilbúin. Það má alls ekki opna ofninn á meðan á bakstrinum stendur. 

Látið kökuna kólna. Skerið hana í sundur þvert, takið toppinn varlega af og smyrjið sultu og því næst rjóma á milli. Leggið toppinn á og setjið glassúr ofan á. Að lokum sprautið rjóma á toppinn á kökunni og skreytið með fánum, kertum og jafnvel ferskum berjum.




Saturday, January 2, 2016

Sítrónufrómas




Hráefni





3 matarlímsblöð

3 egg, hvítur og egg aðskilin

75 g flórsykur

250 ml rjómi

250 ml þeyttur rjómi til skreytingar

3 lífrænt ræktaðar sítrónur, hýði af þremur og safi úr tveimur.

 

Aðferð

  1. Maður byrjar á að taka 3 stk matarlímsblöð. Leggja í bleyti í kalt vatn í skál. Maður byrjar á að taka fjögur matarlímsblöð.
  2. Rjóminn þeyttur í hrærivél. Geymdur í sér skál.
  3. Eggjahvítur stífþeyttar í hrærivel og geymdar í sérskál.
  4. Sítrónurnar þvegnar og svo rifnar miðlungsfínt.
  5. Eggjarauður, flórsykur og rifinn sítrónubörkur þeytt saman í hrærivél.
  6. Sítrónusafi úr tveimur sítrónum sett í lítinn pott. Matarlímsblöðin tekin úr vatnsbaðinu, vatnir kreist úr þeim og þau sett út í sítrónusafann. Hitað við vægan hita og hrært í þar til matarlímið er uppleyst. Takið af hitanum.
  7. Hella sítrónuleginum í lítilli bunu út í eggjarauðuhræruna og þeytta á meðan. Athugið að vökvinn sé ekki heitur, undir 30 gráðum.
  8. Nú er þeyttum rjóma blandað varlega saman við og svo þeyttum eggjahvítum.
  9. Frómasinn kældur í minnst 2 klst áður en hann er borinn fram.

Saturday, November 9, 2013

Ris á la mande

Þessi uppskrift hefur fylgt okkur síðan við héldum okkar fyrstu jól saman sem fjölskylda á okkar eigin heimili á Hraunteignum árið 2004 með Jónu ömmu og Marinó afa. Jólagrauturinn er í þykkara lagi og fellur vel að okkar smekk. Við höfum ýmist borið hann fram með kirsuberjasósu eða karmellusósu, að hætti Jónu ömmu, og svo af sjálfsögðu með möndlum. Í ár tökum við svolítið forskot á jólasæluna og eldum andarsteik í tilefni Mortensaften hér í Danmörku sem er þann 10. nóvember og höfum Ris á la mande i eftirrétt.

Denne her opskrift har fulgt os siden vi i 2004 først fejrede jul sammen som en familie i vores eget hjem på Island, ved vejen Hraunteigur. Vi havde inviteret mine forældre med.  Julegrøden er lidt tykk i det og passer meget godt til vores smag.Vi spiser den med kirsebær- eller karamelsovs, efter min mors opskrift, og med hakkede mandler. I år tyvstarter vi julehyggen når vi fejrer Mortensaften for første gang den 10. november hvor vi serverer Ris á la mande til dessert.

Ris á la mande


 Uppskriftin:

1 msk smjör
1 dl grautarhrísgrjón
7 dl nýmjólk
1 vanillustöng
50 g möndlur
2 msk sykur
1 tsk salt
4 dl rjómi

Smyrjið pottinn sem á að nota innan með smjörinu. Setjið hrísgrjón og mjólk í pottinn og hitið að suðu. Kljúfið vanillustöngina og setjið hana út í. Látið malla við mjög vægan hita í 40-50 mínútur eða þar til grjónin hafa drukkið í sig mest alla mjólkina. Fjarlægið vanillustöngina. Hrærið sykri og salti í grautinn og kælið. Þeytið rjómann og blandið honum varlega saman við kaldan grautinn. Látið standa í ca  klukkustund í kæli áður en borið er fram með sósu og möndlum.

Opskrift:

1 spsk smør
1 dl grødris
7 dl sødmælk
1 vaniljestang
50 g mandler
2 msk sukker
1 tsk salt
4 dl piskefløde

Gryden skal smøres ind med smør. Sæt ris og mælk i den og varm den op til kogepunkt. Flæk vaniljestangen og læg i. Kog den stille ved lav varme i 40-50 min eller indtil at risen har trækket næsten hele mælken ind. Tag vaniljestangen ud og rør sukker og salt i. Lad grøden køle af. Pisk fløden og bland den forsigtigt i grøden. Lad den stå på køl i mindst en time før den skal serveres. Servere grøden med kirsebærsovs og hakkede mandler.

Sunday, July 7, 2013

Jarðarberjaís / Jordbæris

Jarðarberjaís

1/2 l rjómi
korn úr einni vanillustöng
3 eggjarauður
80 g flórsykur
600 g jarðarber
1 msk flórsykur
1 tsk vanillusykur

Vanillustöngin er klofin og kornin skafin úr. Sett úr í rjómann. Léttþeytið rjómann.
Stífþeytið eggjarauður og sykur saman.
Blandið jarðarber ásamt 1 msk af flórsykri og vanillusykri þar til verður að sósu.

Blandið þeytta rjómanum saman við eggjahræruna. Blandið svo jarðarberjasósunni í.
Setjið í form og frystið í minnst 6 klst áður en njóta á íssins.

Við búum gjarnan til tvöfalda uppskrift og setjum afganginn á barnaíspinnaform.

Jarðarberjasulta með ylliblómasafti / Jordbærmarmelade med hyldeblomstsaft

Jordbærmarmelade med hyldeblomstsaft

Marmelade
Oprskriften er til ca 5-6 glas.

1 kg jordbær (skyllede og halverede)

600 g sukker

1/2 dl vand
1/2 dl hyldeblomstsaft (koncentreret)

½ pose (ca 12 g) koncerveringsmiddel
(Melatin - den blå pose til mindre sukker)

+ lidt atamon



De ordnede jordbær, sukker, saft og vand bringes i kog og småkoger 15 - 20 minutter uden låg.

Bland dem med en blander. Det gør vi fordi vores børn vil ikke spise marmelade med klumper i.
Rør koncerveringsmiddel op med 1 spsk sukker.
Kog marmeladen op igen.

Rør koncerveringsmiddelet i og rør i imens.

Lad det koge i 1 minut.

Hvis man bruger andet koncerveringsmiddel skal man røre det i efter anvisninger på den valgte produkt.
Kom marmeladen på rengjorte, atamon skyllede glas.

Opbevares i køleskab.


Sunday, June 23, 2013

Jordbærkoldskål med havrecrunch

En klassiker der smager af dansk sommer !

Jordbærkoldskål
Opskriften er til 4 personer
Hver 100 g inholder 12 g kulhydrater.

Havrecrunch
50 g honning
50 g grovvalsede havregryn

Smelt honningen på en tør pande. Tilsæt havregrynerne og rist til de er gyldne. Rør i grynerne så de ikke brænder på. Lad dem afkøle på et stykke bagepapir.

Jordbærkoldskål
1 vaniljestang
1 bæger pasteuriserede æggeblommer (2 stk)
125g sukker
500 g jordbær
4 kviste mynte
Skal og saft af 1/2 økologisk sitron
1/2 liter ymer
1/2 liter kærnemælk

Flæk vaniljestangen og skrab kernene ud. 
Pisk æggeblommer med sukker og vaniljekorn sammen til en luftig æggesnaps.
Skyl, nip og hak halvdelen af jordbbærrene fint. Pisk de finhakkede jordbær i æggesnapsen.
Tilsæt reven skal og saft af sitron o gfriskhakket mynte. Rør dernæst ymer i lidt ad gangen. Tilsæt kærnemælken og rør koldskålen sammen. 

Servér koldskålen med resten af jordbærrene og drys med havrecrunch.