Sunday, November 15, 2020

Sítrónukaka með marsipan og hindberjum

Þessi kaka er ákaflega ljúffeng. Uppskriftina fann ég á danskri bloggsíðu Valdemarsro, en þangað sæki ég oft innblástur í matargerð og bakstur. Hún er mjúk og safarík.

2 lífrænt ræktaðar sítrónur, fínt rifið hýðið og safinn
200 g sykur
200 g smjör, mjúkt við stofuhita
2 tsk vanillusykur
300 g marsipan
6 egg
250 g hveiti
2 tsk lyftiduft
salt á hnífsoddi
400 g hindber

Aðferð

Þeytið smjör, sykur, vanillusykur, sítrónusafa og hýði þar til sykurinn er alveg uppleystur.

Þeytið marsípan og egg saman við, lítið í einu.

Setjið hindberin í og hrærið vel saman svo þau merjist.

Blandið lyftidufti og salti í hveitið og blandið varlega saman við eggjahræruna.

Smyrjið lítið skúffuform og bakið við 200 g í 40-45 mín.

Glassúr

400 g flórsykur, safi úr einni sítrónu og soðið vatn þeytt saman.