Saturday, January 2, 2016

Sítrónufrómas




Hráefni





3 matarlímsblöð

3 egg, hvítur og egg aðskilin

75 g flórsykur

250 ml rjómi

250 ml þeyttur rjómi til skreytingar

3 lífrænt ræktaðar sítrónur, hýði af þremur og safi úr tveimur.

 

Aðferð

  1. Maður byrjar á að taka 3 stk matarlímsblöð. Leggja í bleyti í kalt vatn í skál. Maður byrjar á að taka fjögur matarlímsblöð.
  2. Rjóminn þeyttur í hrærivél. Geymdur í sér skál.
  3. Eggjahvítur stífþeyttar í hrærivel og geymdar í sérskál.
  4. Sítrónurnar þvegnar og svo rifnar miðlungsfínt.
  5. Eggjarauður, flórsykur og rifinn sítrónubörkur þeytt saman í hrærivél.
  6. Sítrónusafi úr tveimur sítrónum sett í lítinn pott. Matarlímsblöðin tekin úr vatnsbaðinu, vatnir kreist úr þeim og þau sett út í sítrónusafann. Hitað við vægan hita og hrært í þar til matarlímið er uppleyst. Takið af hitanum.
  7. Hella sítrónuleginum í lítilli bunu út í eggjarauðuhræruna og þeytta á meðan. Athugið að vökvinn sé ekki heitur, undir 30 gráðum.
  8. Nú er þeyttum rjóma blandað varlega saman við og svo þeyttum eggjahvítum.
  9. Frómasinn kældur í minnst 2 klst áður en hann er borinn fram.